okei þannig er staðan að ég á svona kunningja sem ég hef verið að daðra við svona í gegnum tíðina og hann við mig og ég er eiginlega svolítið skotin í honum en við gerum aldrei neitt, það er einhvernveginn alltaf einhver óheppileg tímasetning. Hann er svona “bad guy” týpa sem mér finnst bara mjög heillandi og ég veit ekki hvort það sé bara það sem ég sé hrifin af eða hvort það sé hann.
Svo er hinn strákurinn sem var þvílíkt hrifinn af mér síðasta sumar en svo fékk hann sér kærustu, en núna eru þau hætt saman því hún hélt framhjá honum og hann er farinn að tala aftur við mig og við erum að fara á date um helgina. Hann er geðveikt sætur og góður en ég bara er eiginlega ekki það hrifin af honum.
Núna þegar þeir eru báðir farnir að sækjast miklu meira í að vera í kringum mig þá fannst mér tímabært að fara að velja, en ég veit ekki hvorn!
Good guy or bad guy?
Bara svona svo það komi fram þá er ég eiginlega með svona “bad” persónuleika en ég veit ekki hvort það skipti einhverju máli því það virðist ekki hafa áhrif á neitt mikið meira en umræðuefni.
-hvernig á ég svo að ná skilaboðunum til hans sem ég vel ekki að ég hafi ekki áhuga?
Aum vandamál ég veit, en vandamál engu að síður. Skítkast má alveg eiga sig en annars bara feel free og segið ykkar skoðun.