Ég hef verið að pæla í því hvað er rómantík? Ég hef nokkur dæmi um það hvað mér finnst það vera.

Dæmi : Við förum út að borða á sætum litlum stað, það er lítið sprittkerti á borðinu sem logar. Hann horfir á mig og segir mér fullt af fallegum hlutum um mig. Hann tekur í hendina á mér og lætur mig hafa lítinn pakka. Ég horfi á hann og hann glottir bara. Ég opna lítinn pakka sem hefur verið keyptur hjá gullsmið. Þetta er silfrað hálsmen, það stendur á því “ég elska þig” og aftan á “þinn ******”.
Og hann segir ég elska þig ástin mín.

Dæmi : Ég kem heim þreytt, hann er búinn að laga ljúfengan mat, ég finn ilminn. Hann var búinn að leggja fallega á borð og kveikja á gylltum kertum. Hann kemur og tekur á móti mér og kyssir mig. Hann réttir mér rósir, rauðar fallegar rósir. Við setjums við borðið og snæðum. Hann talar við mig og segir mér frá deginum og lífinu. Þegar við erum búin að borða biður hann mig um að koma með sér inn í herbergi, ég labba með honum inn í herbergi og þá eru rauð rósablöð á rúmminu og konfekt, nammi namm súkkulaði molar.

Dæmi : Mér finnst líka freiðibað með kærastanum og ilmolíur rómantískt.
Leyndarmál frægðarinnar