Einföld spurning en ég verð eiginlega að fá svar við þessu því ég er einfaldlega hættur að nenna þessu rugli.

Þannig er mál með vexti að ég er bæði frekar feiminn og vandlátur þegar kemur að kvenfólki, en einhverra hluta vegna eru allar þær(fáu) stelpur sem ég hef leyft mér að falla fyrir í gegnum tíðina á harðföstu og lofaðar í bak og fyrir og manni er fljótt troðið í “vina pokann”.

Þetta er farið að fara sjúklega í taugarnar á mér sérstaklega þar sem ég er líka þannig að fæ hálfpartinn klýgju þegar ég heyri orðið skyndikynni og því spyr ég aftur, eru allar stelpur á föstu ? ætti ég bara að hætta þessu rugli og fara alfarið útí skyndikynni og óábyrgt kynlíf ?