Jæja best að koma þessu út úr sér….
Ég er búinn að vera með kærustu minni í 5 ár og ég hef alltaf haft efasemdir um okkur. Mér finnst hrykalegt að vera aleinn og ég held að ég vilji ekki hætta með henni út af því. Ég bý í útlöndum núna og við erum bæði búin að vera tala um að taka pásu en það er ekki alveg svo einfalt því við þurfum þá að halda áfram að búa saman og síðan fara í sitthvora áttina þegar sumarið kemur.
Eina sem ég veit er að mér finnst hún alveg æðisleg og hún er svo góð við alla og við mig líka. Við rífumst næstum því aldrei og höfum næstum sömu skoðun á öllu sem á að gerast í framtíðinni. En það sem ég hugsa oft um er það hvort það er nóg að vera með einhverjum að eylífu bara út af því við pössum svo vel saman. Ég vill hugsa eins og efi um hvort maður er með réttri kærustu kemur af og til og það sé eðlilegur hlutur, því ég hef verið með þennan efa allan tíman í sambandinu. En núna þá fær hún efa og henni finnst það alls ekki eðlilegt. Ég finn það inní mér að ég vill taka pásu en ég er bara of mikill heigull að geta farið í gegnum það. Sambandið okkar er svo gott en samt er þessi tilfinning eins og við eigum ekki að vera saman alltaf til staðar og við getum hvorugt hunsað hana. Við reyndum að hætta saman í gær en það endaði með því að við hættum við það og hvorugt okkar var að grátbiðja hitt um að halda áfram í sambandinu. Og núna þá hélt ég að allt væri fínt eftir svaka makeup sex, en viti menn þessi tilfinning er ennþá þarna. Hvað á ég að gera? Halda áfram að þykjast þangað til það kemur sumar eða segja henni þetta núna og flytja heim til Íslands strax og klára námið heima?(Ég get ekki farið í gegnum breakuppið hérna aleinn).
Eða þá þriðji kosturinn, reyna eins mikið og hægt er að halda þessu sambandi gangandi bara út af því hvað við erum góð saman.