málið er þannig að ég var að vinna á vissum stað þegar hún byrjaði að vinna þar. Ég féll fyrir henna strax og ég sá hana hún var bara sætasta stelpa sem ég hafði séð og ég sem er frekar feiminn bauð henni út við fórum saman út að borða og við töluðum saman í yfir 3 tíma og fórum síðan í bíó og síðan skuttlaði ég henni bara heim til sín og hún sagðist endilega vilja endurtaka þetta.
En seinna í vikunni flutti hún heim til mömmu sinnar sem á heima um 40 min akstur frá rvk því að hún var að fara í skóla þar og við bara hættum að tala saman en núna er komið um hálft ár frá því að ég fór út með henni en ég get ekki hætt að hugsa um hana geri ekkert annað en að hugsa um hvað hefði getað gerst það líður ekki dagur á milli að ég hugsa ekki einhvað um hana ég meina ég get verið að tala við einhverja mjög sæta og skemmtilega stelpu en samt er ég að hugsa um hana. spurninginn mín er hvernig færi best að hafa samband við hana á ný. finnst svo asnalegt að hringa eftir svona langan tíma. sé mest eftir að hafa verið svona mikil gunga og farið ekki á eftir henni strax og náð í hana.

PS. vil helst bara svar frá stelpum finnst oft eins og strákar hér geta ekki svarað af alvöru