Hvað er málið með stelpur? Ok… ykkur finnst þetta kannski skrítin spurning… Ég persónulega, sem stelpa get ekki frá karlmanns sjónarhorni séð hvað það er sem er svona hrífandi við stelpur. Á mjög auðvelt með að skilja hvað er hrífandi við karlmenn ;) But help me understand O.O Karlmenn eru svo frábrugðnir konum, þetta eru eins og tvær ólíkar tegundir! Og ég er búin að sjá plaggöt með 50 ástæðum fyrir afhverju bjór/hundur er betri en kvenmaður, góðar útskýringar þar, en enginn plaggöt fyrir afhverju kvenmaður er betri en… eitthvað? Nóg er til af plaggötum með fáklæddum gellum, en það er losti, ég er að pæla hvað það er sem _hrífur_ karlmenn… Er það bara hormóna dæmi?? Þannig ef það væri ekki fyrir ferómón myndi mannkynið smám saman deyja út?
Ef þið eruð ekki alveg búin að tapa þráðinum, endilega segið ykkar skoðun ^_^