Þetta er kannski ekki eitthvað sem vert er að lesa…

Þeir sem lásu korkinn sem ég skrifaði hér að neðan (Of sárt…) vita að ja, ég og kærastinn hættum saman fyrir rúmum mánuði síðan..

Ég áttaði mig á því hvers vegna hann vildi mig ekki aftur.. hvers vegna hann var svona fjarlægur og skrítinn…
Ég fékk fréttirnar í fyrradag.. um kvöld.. mamma hans hringdi í mig.. Fannst ég eiga rétt á því að vita þetta.. ég fékk bréf.. svo fallegt bréf, frá honum.. Við ÁTTUM að vera saman!.. ég skil ekki af hverju hann gerði þetta!..

já.. smá útrásar klausa.. Æi.. núna er ég alveg týnd… hann er ekki einu sinni þarna úti lengur.. við ætluðum að vera í sambandi seinna.. vera vinir.. bara.. þegar við værum bæði búin að jafna okkur.. en núna er það allt farið…

Ég er alveg dofin.. ég veit ekkert hvað mér á að finnast… ég hef aldrei kynnst slíkri sorg… mánudagskvöldið… fór að sofa.. tók svefntöflu.. kannski var þetta bara draumur…
vaknaði á þriðjudaginn.. fór í skólann.. fór heim eftir hálftíma.. og sat heima og starði út í loftið í marga klukkutíma.. þessi yndislega manneskja er farin.. burt.. án útskýringa.. bara eitt bréf.. eitt mj. langt bréf..

ég veit ekki alveg til hvers ég er að skrifa þetta… þetta er einhvers konar losun..