Hérna ég er að spá, ég er að tala við stelpu, tala við hana nokkuð oft og langar að kynnast henni betur… og hún er alltaf til í að spjalla og sendir mér stundum sms og svona þannig ég hugsa að hún vilji alveg kynnast mér… og við spjöllum saman og eigum margt sameiginlegt og lalala en hittumst voða sjaldan… tölum mest saman í gegnum msn eða sms… samt býr hún bara rétt hjá mér.
Svo þegar það kemur að því sem ég geri í nokkuð mörgum af okkar samtölum að ég kannski bíð henni í bíó eða kannski kíkja heim til mín að horfa á vídjó eða eikkað, þá bara verður hún eitthvað skrítin og þarf alltaf að fara, er orðin innistæðulaus, eða þarf að gera eikkað annað.
Það kemur kannski ekki á óvart að ég er farinn að hallast að því að hún vilji ekki hitta mig, en samt finn ég á mér að hún hefur áhuga á mér.
Veit einvher hvað er málið ? getur verið að hún sé kannski smeik við að hitta mig einann ? eitthvað er funky við þetta og ég mér bara langaði að deila þessu með ykkur og kannski er einhver hámenntaður sálfræðingur hérna sem getur greint þetta fyrir mig ;)