Hér kemur örlítil saga.
Það er þessi stelpa sem ég var að deita fyrir jól, en það gekk ekki upp og ákváðum að vera bara vinir, eða allavega reyna. Við erum saman í bekk og þetta gekk ekki upp hjá okkur vegna slæms aðdraganda að sambandinu hjá okkur(við byrjuðum samt aldrei saman), þ.e. hún var búin að vera “deita” annan strák í þessum sama bekk á undan mér en það varð ekkert úr því vegna þess að hún varð svo ekkert hrifin af honum. Svo varð hún hrifin af mér og ég hálfpartinn varð óvart hrifin af henni, í kringum þetta alltsaman skapaðist stundum vandamál um traust og ég var hræddur um að hún væri enn hrifin af honum, sem hún í raun var aldrei. Svo endaði þetta hjá okkur í byrjun desember eftir að tilfinngarnar til hvors annars höfðu dofnað verulega, hún endaði þetta. Þá kom þessi svokallaða sprengja, ég varð hrifnari af henni en ég hafði nokkurn tíma verið eftir að þessu lauk hjá okkur og hugsaði um hana stanslaust á hverjum degi nánast allt jólafríð. Ég veit ekki hvort þetta hafi bara verið þráhyggja eða ég einfaldlega ástfanginn, en ég spurði sjálfan mig stundum að því hvort ég væri ástfanginn af henni, en ég gat aldrei svarað því.

Svo byrjaði skólinn aftur eftir frí og ég var að vonast til að það myndi eitthvað gerast hjá okkur aftur, þar sem ég var enn vel hrifin af henni. Svo töluðum við saman og þá reyndist hún vera kominn algjörlega yfir mig og þar af leiðandi ekki hrifin af mér lengur.
Þá smátt og smátt fór ég að sætta mig við það og reyndi hálfpartinn að gleyma henni og komast alminnilega yfir hana, en það var frekar erfitt þar sem ég þurfti að hitta hana á hverjum degi!
Svo leið tíminn og fyrir rúmum tveim til þremur vikum loks komst ég alveg yfir hana, ég var ekki hrifin af henni lengur en samt fannst mér alltaf og finnst ennþá eins og hún beri einhverjar tilfinnigar til mín ennþá eða hrifningu, ég einhvernveginn finn það bara stundum hvernig hún horfir á mig og bara talar við mig.
Ég spurði hana reyndar fyrir rúmri viku hvort hún væri ennþá eitthvað hrifin af mér, og hún sagði í 100% hreinskilni nei. Svo frétti ég daginn eftir það að hún væri farinn að deita annann gaur, þá í öðrum skóla.
Það kom mér nett á óvart og það tók mig smá tíma að sætta mig við að hún gæti verið að fara í samband með öðrum strák(hún var búin að segja að hún hefði ekki tíma fyrir stráka eftir að við “hættum saman”).
Ég veit ekki alveg hvar ég stend núna, en þegar ég er nálægt henni og tala við hana langar mér ekkert meira en að halda utan um hana, kyssa hana og bara vera með henni. Mér finnst líka alltaf eins og hún sé soldið hrifin af mér ennþá, það er bara eins og hún sé það en vilji ekki sætta sig við það.
Ég veit ekki hvernig þetta fer hjá henni og stráknum sem hún er að deita í augnablikinu en ég hef voða litla trú á að það muni fara eitthvert.
Málið er að ég bara veit ekki hvort ég sé hrifin af henni ennþá eða ekki, eina vikunna er ég nánast kominn 100% yfir hana en þá næstu langar mér meira en allt í hana!
Ég veit ekki hvort þetta flokkist undir þráhyggju eða hrifningu eða bara ótta um að einhver annar fái hana.
Annað hvort verð ég bara að sætta mig við að vera ekki með henni eða láta til skarar skríða og reyna að fá hana aftur. Ég veit ekki hvort hún sé enn hrifin af mér, þetta gæti líka bara verið ímyndun í mér um að hún sé það ennþá.

Á ég að bíða og sjá hvert þetta fer hjá þeim eða bara reyna við hana á fullu og sjá hvað gerist?
Verð líka að koma einu inn í þetta. Það er eins og áhuginn sé mestur hjá henni fyrir manni þegar maður talar sem minnst við hana og hefur lítil samskipti við hana. Svo þegar maður talar við hana er eins og hún bakki til baka… Það bara skil ég engan vegin, er hún bara svona rosalegur player?

Það var virkilega gott að koma þessu öllu frá sér en þetta gæti alltsaman hljómað verulega flókið en allavega takk samt fyrir að lesa þessa þvælu, með von um einhver ágætis svör eða ráðleggingar :)