Afhverju þarf maður að þjást svona mikið fyrir ást?

Ég er aðeins 17 vetra og hefur öll mín ást alltaf farið til fjandans. Ég hef verið með nokkrum stúlkum á þessu lífshlaupi mínu og í hvert skipti hef ég þurft að hafa gríðarlega fyrir því að…já..fá þér til að þykja pínulítið vænt um mig..er svona hryllilega erfitt að elska mig eða kemur þetta fyrir ykkur hin?

Samböndin hafa samt oftast endað þannig..að ég er víst rosalega góður vinur þeirra og blahblahblah en ekkert hrifnar af mér blahblahblah… og ég sit einn í sárum á meðan þær eru bara rosa sáttar..

Mitt nýjársheit sem ég henti líka hérna fram á huga fyrir nokkrum vikum..var “engar stelpur á þessari önn”..það er ekkert betra..maður verður víst alveg jafn hrifinn þótt maður vilji það ekki…

Svo eftir síðasta sambandi sem ég var í..sem endist frekar stutt reyndar..þá missti ég stærstan hluta af sjálfstrausti sem ég hafði verið lengi að byggja upp(var lagður í einelti í fyrir löngu…kominn yfir það). En já, ég fékk það í andlitið að ég væri bara ekkert skemmtilegur og frekar ófríður(kannski orðað svoldið auðrivísi)…það var um það leit sem ég einmitt ákvað þetta áramóta heit.

En nú er ég hrifinn af stúlku sem ég þekki alveg ágætlega, býr reyndar svoldið langt í burtu en ég hitt hana stundum…fín vinkona mín og við tölum mjög mikið saman þegar við hittumst, þykir gríðarlega vænt um hana sem vinkonu….en svo óheppilega vill til að ég er líka orðinn hrifinn af henni…hvað á ég að gera? Fokka ég ekki bara öllu upp ef að ég fer eitthvað að reyna við hana? Svo er ég bæði hræddur um að fá þetta..að ég sé ljótur..eða“verum bara vinir” setninguna….

hmm..komið nóg í bili..