Ég þoli ekki þegar ég er með kærastanum og það kemur einhver vinkona hans og þá er alltíeinu einsog ég sé ekki lengur til. Þetta fer virkilega í taugarnar á mér sérstaklega þar sem hann býr í bænum og ég á akureyri og hitti hann þar af leiðandi ekki mjög oft.

Skil alveg að hann nenni ekkert að vera öllum stundum með mér, ég nenni ekkert að vera öllum stundum með honum, en þegar þessi stelpa kemur þá er bara einsog ég sé ekki þarna, ég gæti allt eins horfið. Þetta hefur reyndar ekkert gerst það oft, en mér líður bara alltaf einsog kjána þegar ég er þarna með kærastanum mínum og ég stend bara hjá einsog illa gerður hlutur.

Spurning að þegar hann hittir einhvern vin minn næst að láta hann standa einsog illa gerðann hlut, þá myndum við allavega örugglega ræða þetta eftir það.