Mér finnst alveg vanta þessa deitmenningu hérna á Íslandi að einhver fái símanúmerið hjá einhverjum sem þeim lýst vel á og svo er farið á deit bara til að prófa. En ekki eins og íslenska hefðin er að hittast á fylleríi fara heim ríða og spurja svo um nafn og síma hittast svo aftur nokkrum dögum seinna og fara þá að kanna hvort það sé einhver grundvöllur fyrir sambandi. Hvað fynst ykkur afhverju getum við ekki tekið upp þennan ameríska sið eins og alla aðra ameríska siði eða eru Íslendingar bara of feimnir og lokaðir til að tala við hitt kynið nema í glasi?
kveðja batteri ;)