Málið er það að fyrir um tveimur vikum var ég að djamma með vinkonum mínum og hitti þar vin fyrrverandi kærasta míns sem ég hætti með í nóvember síðastliðnum. Þetta er mjög fyndinn og skemmtilegur strákur, bara mjög fínn. Við töluðum eitthvað saman og svona en það var ekket hössl á milli okkar eða neitt þannig. Ég myndi heldur aldrei vera með honum eða gera neitt með honum því að það er of skrýtið því þetta er vinur míns fyrrverandi og mér finnst það óþægilegt, og líka það að ég hef ekki þannig áhuga á honum. Og ok ég var smá drukkin og asnaðist samt einhvern veginn í það að skiptast á númerum við hann.
Jæja svo er hann búinn að senda mér oft sms og hringja í mig, hringir samt bara þegar hann er að djamma og er alltaf að spurja hvenær ég fari næst í bæinn (ég bý úti á landi) og eitthvað og ég veit þá ekkert hvað ég á að segja því ég vil bara í mesta lagi vera vinur hans og ég veit ekki hvort hann sé sama sinnis.
Svo var líka svo óþægilegt, á föstudaginn síðasta var hann að djamma, var í einhverju smá partýi þar sem minn fyrrverandi var líka og hann fór á klósettið til að tala við mig og fyrrverandi var alltaf að spurja þennan strák við hvern hann væri að tala og hann vissi ekkert hvað hann átti að segja… Hann sagði líka við mig að hann vildi ekki að minn fyrrverandi vissi að við værum að tala saman og ég vil heldur alls ekki að hann komist að því. En af hverju er þá þessi strákur að tala við mig? Hann er líka einum of ágengur að mínu mati, sendir mér einum of oft og mikið sms… Æj kannski hljómar þetta allt eins og ég sé algjör tík en ég er það samt alls ekki, þetta er bara allt einum of skrýtið og óþægilegt fyrir mig og mig langar til að segja honum það en ég veit bara ekki hvernig eða hvort ég eigi að gera það…
Einhver ráð? :)
Ég finn til, þess vegna er ég