Ég er mjög einmana um þessar mundir. Skiptir engu þó svo að ég sé í hópi af fólki þá finnst mér eins og ég sé samt bara ein.

Ég tala við fólk af viti, eða af eins miklu viti og ég get, ég tala við mikið af fólki og ég tala mikið við fólkið, en samt skilur það ekkert hvernig mér líður.

Allir halda að það sé allt í lagi, ég fel mig bakvið brosið, og bakvið hláturinn. Svo lengi sem ég brosi og hlæ, þá halda allir að allt sé í lagi.

Myrkrið er allt í kringum mig og færist nær. Skiptir engu þó ég kveiki öll ljós í húsinu, á öllum lömpum, og kveiki á öllum kertum sem ég get fundið..Ég er samt umkringd myrkri.

Ég þoli það ekki, ég get ekki sagt neinum frá því hvernig mér líður, þeir sem þekkja mig geta aldrei skilið þetta.

Þetta gerir ástarsorg manni. Í byrjun þá virðist sem ástin sé frábært fyrirbæri, þangað til að hún svíkur þig og stingur þig í bakið á mesta hryllilega hátt sem hægt er að hugsa sér.

En þó, ekki misskilja. Það er ekki eins og ég hafi verið í sambandi með þessum aðila sem ég tala um. Þvert á móti. Hann vissi hvernig mér leið gagnvart honum, við kysstumst og allt það, vorum búin að vera að dúlla okkur um hríð. En svo hætti hann að tala við mig. Ég segi einstöku sinnum hæ við hann og ekkert meira.

Ég veit ekki hvað skeði, veit ekki af hverju áhuginn hjá honum slokknaði allt í einu. Eins og blásið hafði verið á kerti sem aðeins hafði logað í nokkrar mínútur.

Flestir myndu segja mér að spyrja hann bara að þessu, komast að þessu á einfaldan hátt.
Ég get alveg viðurkennt það að það er örugglega besti möguleikinn til að komast að því sanna en ég er ekki að fara að gera það. Lifi frekar áfram í óvissunni. Ég hef mínar ástæður, sem ég ætla ekki að birta hér, mér finnst þetta vera nógu persónulegt fyrir.

Ástiner..ömurleg..
Get þó í rauninni ekki sagt að þetta hafi verið ást. Kannski frekar svona hvolpa-ást ef þið skiljið. Hugsanlega skiljið þið. Ég veit ekkert um það.