Æji ég þurfti bara að skrifa þetta hérna því ég veit ekki hvort að þetta er vesen eður ei.

Ég veit hvað ást er, ég hélt að það væri rugl að ef maður er ástfanginn þá slær hjartað á manni hraðar en vá það er satt.. Ég er svo hrifinn af stelpu núna, ég hef aldrei verið svona hrifinn af stelpu áður, aldrei.. Ég hugsa um hana alltaf, þetta getur haft slæm áhrif á mig og góð..

En við erum búin að vera með okkar ups and downs í sambandi í langan tíma, þ.e.a.s við erum búnir að vera vinir en eigilega alltaf aðeins meira en það, svo hættum við aðeins að tala saman en núna er þetta orðið mun meira, eða allavegana finnst mér það.. Hún var að reyna við einhvern gaur um daginn, og ég sagði við vinkonu hennar að hún gæti gert betur en þetta þá spurði hún mig hvort ég væri hrifinn af henni og þá sagði ég “já kannski”

Ég var mjög feginn að ég sagði henni þetta svona vegna þess að núna veit hún að ég er hrifinn af henni en þetta er svo fjandi erfitt, ég er búinn að hringja í hana og gá hvort að hún vilji koma í bíó eða eitthvað og hún sagði að það væri svo mikið að gera hjá henni…

Eitt skiptið þa sýnir hún mér áhuga og eitt skipti ekki..

Ég hitti hana á balli eftir einhverjar vikur, á maður þá að kýla á þetta og kyssa hana eða reyna að fá hana í bíó og gera það frekar edrú? Ég veit ekkert hvernig ég á að playa mig í þetta og ég veit ekkert hvort ég eigi að segja henni hvað mér finnst um hana. Mér persónulega finnst áhættuminna að gera þetta þegar ég hitti hana á balli en það er bara þú veist, mánuður í það eða eitthvað..

Þetta var frekar langt hjá mér, og þetta var eigilega bara smá tjáning hvað ég er hrifinn af þessari manneskju, á ég að reyna að hætta að hugsa svona mikið um þessa manneskju? Mér er búið að líða mun betur eftir að lesa ykkar tjáningar hérna á huga.is, ég veit að ég er ekki einn með þetta vandamál..

Vonandi nennið þið að lesa þetta, takk fyrir mig:)