Málið er að ég hætti með kærastanum mínum(vorum saman í 11 mánuði) rétt fyrir jól(ekki heppilegur tími en…)
og sagði honum að ég mundi ábyggilega ekki fara í neitt samband á næstunni því að ég væri ekki í nægilega góðu tilfinningalegu ástandi til að vera í sambandi, en svo er vandamálið að einn af vinum mínum, sem ég hef verið pínu hott fyrir, sýndi mér áhuga á einu balli fyrir svona 2 vikum(hann sýndi mér líka áhuga þegar ég var með kærastanum mínum).
eftir það höfum við farið nokkru sinnum í sund og eftir sundið farið oft og horft á mynd og kúrt saman, en í hvert skipti sem við kúrum saman höfum við varla hætt að kyssast.
Svo vandamálið er að ég veit ekki hvort ég á að láta verða að því með vini mínum og særa fyrrverandi kærastann, með því að byrja í sambandi með vininum og láta hann þar af leiðandi vita að ég hafi logið af honum, eða láta vininn á hold til að særa ekki fyrrverandi kærastann
(við erum enþá vinir og ég veit að hann er enþá geðveikt hrifinn af mér)
Plís einhver hjálpið mér ég veit ekki hvað ég á að gera :S
one, two, freddy's coming for you