Ég er 17 ára og vinn sem afgreiðslumaður í verslun í Reykjavík. Ég hef aldrei verið með stelpu í sambandi áður.
Það kom stelpa inn í sjoppuna snemma í maí sem ég tók strax eftir og í rauninni varð strax rosalega skotinn í henni áður en ég talaði við hana.
Hún var þarna með vinkonu sinni sem var eitthvað skotin í strák sem vinnur með mér, sem gerði það að þær komu æ oftar svo að vinkonan gæti barið hann augum. Þær gerðu þetta í nokkrar vikur og alltaf sá ég hana koma inn, aftur og aftur.
Ég sagði vini mínum sem vinnur þarna frá þessu og hann sagði mér að biðja hana um númerið sitt sem ég var ekkert að þora að gera fyrst. Hún kom alltaf að kassananum og bað um eitthvað og ég bara afgreiddi hana án þess að vera með einhverjar klísí pikköpplínur. Ég er bara ekki þannig.
Nema það að einn dag í byrjun júní kom hún aftur. Þá ætlaði ég að láta vaða og biðja hana um númerið, og það hefði ég gert ef hún væri ekki að koma til að sækja um vinnu. Ég auðvitað lét hana á vakt daginn eftir.. með mér svo ég gæti kynnst henni aðeins.

Jújú.. hún var Ungfrúin í sínum skóla (16 ára) og var allt í öllu sem heitir félagslíf.
Svo auðvitað kom stóra spurningin þegar leið á kvöldið.. “ertu í sambandi?”, sagði ég. Hún svaraði frekar ‘shaky’ “jáá..”.
Núna var öll von úti fyrir mig og ég ætlaði bara að láta þetta kvöld líða og verða bara ‘vinnufélagi’ eins og ég planaði mér.

Svona var þetta í nokkra daga.. hún vann tvær vaktir með mér á 4 dögum og ég var bara var ég sjálfur og var bara vingjarnlegur. Svo eitt kvöldið kom hún, þá höfðu þau hætt saman! Ég var brosandi í viku. Svo liðu nokkrir dagar.

Loks bauð ég henni í bíó. Það varð ekkert úr því og í staðinn bauð ég henni heim í video sem varð úr og við hittumst hjá mér 23. júní til þess. Ég kynntist henni mjög vel það kvöld og sá að hún hefur átt erfiða fortíð (skilnaður foreldra) og hún í rauninni átti ekkert nr 1 heimili. Bjó hjá frænkum, pabba, mömmu, frændum, ömmum og svo framvegis.
Ég var að falla fyrir henni.

Ég sagði henni það um mánaðarmótin. Hún hafði hugmynd um það og var búin að sjá vísbendingarnar mínar um það.
Sumarið leið svoooo fljótt. Við í rauninni urðum bara vinir og ég hélt ég væri bara sáttur við það. Hún var að fíla mig í botn og ég var að fíla hana í botn.
Vorum saman á hverjum einasta degi og ef það leið dagur á milli, þá bættum við það upp.
Ég mannaði mig hinsvegar aldrei í að kyssa hana. Fékk oft sénsa til þess.
Ég bað hana um að láta mig vita ef hún færi eitthvað að vera hrifin af mér, sem hún ætlaði að gera ef þannig færi.

Svo byrjaði skólinn og við vorum nýbúin að tala um að vera stricktly vinir. Ekkert rugl til að skemma þessa vináttu.
Einn daginn spurði hún mig eftir nokkrar vangaveltur “ertu hrifinn af mér?”, ég sagði ‘nei’ því ég hélt að það væri satt. Hafði aldrei upplifað ástartilfinninguna áður. Og ekkert meira með það. Sirka viku seinna sagði hún mér frá því að hún væri hrifin af mér og væri búin að vera það í nokkrar vikur en vildi samt ekkert gera í því því hún vildi ekki skemma vináttuna og sérstaklega ekki ef ég var ekki hrifinn af henni.
Ég vissi ekki hvernig átti að bregðast við og sagði bara já og amen.

Eitt kvöldið fórum við í leikhús. Minnir að það hafi verið í byrjun okt. Hún tók í höndina mína og hélt í hana út sýninguna og við áttum alveg nokkur móment þar. Ég var að ná henni, eða það hélt ég.
Við fórum “heim” til hennar og tókum okkur mynd. Hún sofnaði fljótt, vel vafin um mig og liggjandi utan í mér. Þegar ég var orðinn þreyttur og ætlaði mér að fara að drífa mig heim, sagði hún mér að vera áfram og gista. Ég held ég hafi orðið eitthvað hræddur eða eitthvað, því ég sagðist þurfa fara heim. Hún er sko hrein mey og var því ekki að tala um kynlíf.

Ég sá eftir þessu og sé enn eftir að hafa ekki verið áfram, því eitthvað hefði getað gerst.

Eins og ég segi, þá fattaði ég ekkert á þeim tíma og var ‘sáttur’ við vináttuna.

Ég áttaði mig ansi fljótt á því eftir að hún fór að dúlla sér með öðrum strák, að ég væri virkilega hrifinn af henni. Var bara búinn að bæla það niður með afneituninni. Og ég sagði henni það eftir að þetta ‘dúll’ var búið á milli þeirra. Hún vildi ekkert gera ennþá.

Svo kom besti vinur hennar og þau fóru að dúlla sér. Núna erum við komin í Nóvember og þetta var á leiðinni í samband hjá þeim. En eitthvað kom fyrir og hún hætti að vera með honum. Veit ekki hvað það var.
Einni viku seinna fór hún að hitta nýjan strák. Fór með honum á rúntinn, horfði á video með honum, fór í bíó. Ég mátti ekkert vita hvað væri í gangi. Var ekkert að fíla hann neitt og hann var ekkert að fíla mig.
Áður en það var of seint, þá sagði ég henni einfaldlega að ég elskaði hana. Hún virtist taka vel í það, en spurning hvort það hafi skemmt eitthvað og hún fékk ógeð á mér við það?
Sambandið milli mín og hennar fór að minnka. Ég hitti hana þó nokkrum dögum síðar og þá voru þau byrjuð saman og hún svaka hrifin af honum.
Viku eftir þau byrjuðu saman, sváfu þau saman. Sem kom mér á óvart, því hún ætlaði sér að pipra til fertugs!
Núna eru hún svo ástfangin af honum að hún talar ekki við neinn að ráði. Sérstaklega ekki mig.
Ég hef verið að senda henni stundum sms, og sjaldan fæ ég svar.

En núna eru tvær vikur síðan ég hitti hana seinast (og þá var það mjög stutt smalltalk) og ég hef verið að tala við hana upp á síðkastið á MSN. Þetta er allt annað hvernig hún er núna.. en samt það eru nokkrar spurningar sem ég næ ekki sjálfur að kreysta svarið út úr:

Hvað á ég að gera? Hætta að tala við hana for good? Var hún bara að spila með mig? Og er hún svona mikill player?