Núna vill svo til að ég er í fjarlægðarsambandi… Tala við kærustuna í gegnum MSN og síma…

En nýlega þá… tjah… Tekur okkur alltaf svo langan tíma að byrja að tala saman, ég meina, alvöru tala saman!

Við tölum alltaf þegar við getum en við verðum helst að tala í meira en klst áður en við komumst á skrið… Áður en það gerist erum við bara “Víííí” “Gaman að því” “jújú” og kannski eitthvað smátjatt svona en.. Ekkert merkilegt svona..

Síðan þegar klst er liðin þá gerist það nær undantekningarlaust að við komumst í gírinn og getum bara talað nánast endalaust, finnum alltaf nýtt og nýtt umræðuefni, sum samtölin hafa orðið 5-7 tímar…

En… Afhverju getum við ekki látið þetta smella fyrr en eftir svona langan tíma? Núna nýverið höfum við nefnilega ekki haft mikinn tíma til að tala saman svona lengi í einu, bara svona klst eða eitthvað í kringum það mest… En það er bara ekki nóg…

Mér líður illa útaf þessu… Hvað gæti verið að sosum? Við föttum ekki neitt…