Jæja kæru lesendur, eins og þið sjáið á nafninu þá ættla ég að vera með pinu tilbreytingu :)

sko, ekkert illa meint, ég get alveg skilið að Rómantík áhugamálið sé svona kannski aðalega til að ræða um vandamál og þannig, ég var alveg eins og mjög margir hérna, geðveikt bitur, fúll og pirraður úti allt og bara ömurleg tilvera.. en einhvernvegin finnst mér fólk tala of mikið BARA um það :/

Mér finnst ég lesa of sjaldan hversu vel fólki líður úti einhverja manneskja, en þá kannski finnst öðrum eins og maður sé að “monta” sig?
það finnst mér allavega alls ekki :)

Mig langar að tala um hversu glaður ég er :D

fyrir sirka ári eða svo, þá var ALLT öfugt einhvernvegin.. :/
bara allt ómögulegt, og ekkert var að ganga.. leið bara alltaf illa og var of mikill asni til að gera eitthvað í því og vera meira með vinum minum.. en svo nuna, loksins finnst mér eins og ég hafi fundið sálufélagan minn!

Það er bara allt við þessa stelpu, hún fær mig til að brosa og oppna mig og líða betur en mér hefur nokkurntiman liðið! það er alveg óendanlegt á takmörkunum hversu yndisleg hún er! mér finnst ég verða segja við hana á hverjum degi hversu yndisleg hún sé! annars líður mér illa :P haha
Bara það eina að tala við hana í smá stund er eins og þúsund tonna steini hafi verið lyft af manni á 5 secuntum! bara það eina að heyra röddina hennar er besta sælutilfining í heimi!
Mér líður eins og við eigum allt sameiginlegt!

Mig langar alltaf að reyna finna eitthvað yndislegt til að segja við hana eða bara hvað sem er til að láta henni líða vel! vá það er gott að vera ástfangin! :):):):)

mig langar að segja ykkur frá því hvernig fyrsta deitið okkar var, aldrei upplifað jafn skemmtilegt kvöld.

fórum á svona MA árshátíðarball :P hún var í svona fallegum svörtum og rauðum kjól sem hún btw hannaði sjálf! :D
sko, persónulega hata ég að dansa, og ég þoooooooli ekki svona gamla tónlist og svona óskemmtilegt tekknó thingy… en bara þetta eina kvöld, var eins og ekkert af þessu skipti máli.. það var bara allt einhvernvegin fullkomið, aldrei dansað jafn lengi við sömu manneskjuna.. í endanum á ballinum þegar allir voru að fara heim, þá var svona The last dans thing :P svona vangadans auðvitað, ég dansa með henni og við kysstumst okkar fyrsta kossi! það var eins og að fara til himna og fljúga útum allt með engar áhyggjur!

svo leiddumst við út og skildum leiðir, aldrei sofið jafn vel eftir þetta kvöld :)Svo jæja, þetta er min saga af minni ást, ég vona að ég hafi ekki verið oooof væminn.. :P
það eru bara ekki til orð sem geta lýst tilfinninguni minni, svo ég gerði mitt besta :)

Takk fyrir mig.