Málið er þannig að síðasta samband mitt endaði frekar illa, hann vildi ekki hitta vinkonur minar afþví að þær voru of miklar gelgjur og fleira. Svo vorum við búin að vera saman á hverjum degji i 5 mánuði og það var komið 17 júni, og við ætluðum að vera saman og með vinum okkar beggja líka, svo fórum við niður í bæ og voða gaman, svo tekur hann mig aðeins frá og segjir að hann nenni ekki að hafa vinkonur mínar þarna og biður mig um að segja þeim að fara , eg sagðist ekki vilja fara frá þeim þannig hann sagði að eg gæti þa farið með þeim og hann og vinir hans löbbuðu frá okkur. Ég varð ekkert smá pirruð og leið, Þannig ég ákvað stuttu eftir þetta að hringja i hann og biðja hann um hitta mig og tala við mig..hann gerði það og hann var með allveg voða mikla stæla og var að gera lítið ur mér fyrir framan vini sína, þannig að ég sagði honum eginlega grátandi að þetta væri bara búið!! Hann reyndi oft að tala við mig aftur en ég talaði aldrei við hann. Svo í gær þá hitti ég hann á tónleikum og mig langaði svo í hann aftur ég var eginlega með tár í augunum.
Ég vill reyna núna aftur en ég þori þvi ekki, afþvi ég veit ekkert hvað er í gangi hjá honum, hvort að hann sé komin með aðra eða ekki. En ég veit bara að mig langar ekkert smá mikið í hann aftur…!
Á ég hann skilið aftur eða ekki?