Vá, ég get ekki hætt að hugsa um bekkjarsystur mína.
Við erum góðir vinir, hittumst stundum og tölum mjög mikið saman á netinu.
Ekki nóg með það að þetta er fallegasta stelpa sem ég hef á ævinni séð, þá er hún svo skemmtileg að vera með og hanga með. En hún á kærasta sem ég þekki ekkert mjög mikið, ábbygilega fínasti gaur.
Og þau eru svo hamingjusöm og allt það, ég vill allt gott fyrir henni en ég er bara svo yfir mig hrifinn að ég get bara ekki “hamið” mig..

djöfull er ég pirraður á þessum tilfinningum sem ég er að fá, ekki bara að ég haldi að ég finni fyrir ást. HHeldur líka þunglyndi og pirrast oft og verð leiðinlegur :(

hvað er til ráða???