Þetta er kanski ekki beint ástarsorg, meira bara svona tilfinningar :)

Fór útá flugvöll áðan, að fljúga frá Rvk til Ak. Á flugvellinum sá ég stelpu sem mér fannst rosalega sæt, ekkert meira með það, maður rekst oft á svona stelpur.
Þegar ég stíg inní flugvélina sé ég að ég er með sæti hliðina á henni. Þegar ég sest niður bíður hún góðan daginn og svona, við byrjum að spjalla saman og spjöllum alla leiðina, þetta var ein fallegasta stelpa sem ég hef séð. Vá, hugsa ég, þetta var ótrúleg stelpa, var í skóla rétt hjá mínum, á sama aldri og ég og svona, var meirasegja besta vinkona stelpu sem ég hafði verið í bekk með í fyrra. Þegar flugvélin er lent spyr ég hana hvort hún eigi kærasta, og ættlaði ég mér í framhaldi af því að biða um númerið hennar. “Já” segir hún.

Ég veit ekki alveg hvers vegna ég er að skrifa þetta, þetta braut ekkert hjarta mitt eða neitt, þetta bara kom á stað svo ótal mörgum tilfinningum sem ég get ekki lýst. Þegar við komum inná flugvöllinn sá ég kærastan hennar taka á móti henni (ugly as fuck btw), og hvað þeim þótt vænt um hvort annað. Gæti verið að mér langi bara í kærustu? Ég fæ alveg nóg af öllu í lífinu, þ.e. veraldlegum gæðum og þægindum (kynlíf, peningar o.s.fr.) en finnst mér svolítið vanta svona náin tengls við einhverja persónu….