Já… málið er að ég er búinn að vera hrifinn af einni stelpu núna í ca. 1 og hálft ár. Við erum ágætis félagar, ekki beint vinir en félagar. Við tölum oft saman í skólanum því við sitjum hliðiná hvort öðru í öllum tímunum sem við erum saman í og síðan er ég búinn að vera duglegur að tala við hana á MSN í jólafríinu. En málið er að ég er bara ofboðslega hrifinn af henni, ég sé allt gott í henni og stundum get ég einfaldlega ekki hætt að hugsa um hana. Ég hef ekki getað hugsað mér að reyna við aðrar stelpur síðastliðið 1 og hálft ár vegna þess að ég held að ég eigi aldrei eftir að geta farið í samband með einhverri annarri stelpu en henni því ég á ekki eftir að geta hætt að hugsa um hana. Mig langar alveg ótrúlega mikið að hún viti hversu hrifinn ég er af henni en ég get einfaldlega ekki sagt henni það, það er aldrei réttur tími til þess, ég held líka að það eigi eftir að spilla því sem við eigum núna ef ég segi henni að ég sé hrifinn af henni en hún hefur engan áhuga á mér. Líka þá bíð ég oft eftir að hún kemur online á MSN en þegar hún kemur online þá panikka ég stundum og fer útaf og þori einfaldlega ekki að tala við hana.

Hvað er eiginlega að mér ? Á ég einhverntíman eftir að geta hætt að hugsa um hana ?