Það er ca. 1 ár síðan ég kynntist henni. Hún var fyrsta kærastan mín en sambandið lifði stutt. Ég varð svo brjálæðislega ástfanginn. Því miður fyrir mig var ég ekki eins merkilegur í hennar augum. Hún endaði það. Ég hugsa um hana á hverjum degi en veit ekki hvort ég get sagt að ég sé ennþá ástfanginn.

Við erum ennþá góðir vinir. Við hittumst af og til. Við spjöllum saman og stundum stundum kynlíf. Í raun hittumst við jafnoft og gerum allt hið sama og áður að því undanskildu að við köllum okkur ekki lengur par og erum því frjáls í samböndum við hitt kynið. Við erum bara “vinir”. Ég er ennþá samt svo sár og finnst stundum eins og ég sé bara leikfang í hennar augum.

Ég get svosem sætt mig við þetta. Ég verð að gera það. Það er bara svo erfitt. Ég get varla einbeitt mér. Ég hugsa svo mikið um hana en veit að ég verð að hætta því. Veit bara ekki hvernig! Ég get ekki bara slökkt á þessu sísvona. Svo er ég líka stundum svo afbrýðisamur. Ég veit að hún á marga strákavini og mig langar bara að rífa þá í sundur. Ég veit það er óþroskað. Ég þoli bara ekki tilhugsunina um að einhverjir asnar slefi yfir henni sem er mér svo mikils virði.

Hvað í fjandanum get ég gert? Hvernig get ég bara verið vinur hennar?