ég hef tekið eftir einu undanfarið, ungt fólk í dag veit ekki hvað ást er. tökum dæmi…

ungur maður byrjar með stelpu, segist elska hana…heldur síðan framhjá henni án þess að hún viti, hún hættir með honum af öðrum ástæðum en þar sem hann er player og almennur skíthæll vill hann byrja með henni aftur og segist ‘elska hana’. þetta sagði hann fyrir og eftir glæpinn og stendur fast við það.

ekkert sérstaklega gott dæmi en skiljiði hvað ég meina? ég sé ungt fólk segja ‘ég elska þig’ án þess að vita hvað það er, maður heldur ekki framhjá þeim sem maður elskar! auðvitað veit ég að ég er að alhæfa yfir allt ungt fólk hérna en aftur á móti veit ég að auðvitað er fólk þarna úti sem veit hvað ást er, sem betur fer. en ef þú segist elska einhvern, hugsaðu þá um þetta:

myndir þú deyja fyrir þennan einstakling?

hugsaðu vandlega og svaraðu sjálfum/sjálfri þér hreinskilið, þú þarft ekkert að svara mér…eini einstaklingurinn sem á skilið hreinskilið svar ert þú … og sá sem þú elskar, eða ekki.

afsakið þennan reiðilestur en þetta hefur verið að pirra mig undanfarið og mun halda áfram að pirra mig :)