Sko.. þannig er mál með vexti að ég vildi ath. hvort það væri eitthvað að mér.. hvort ykkur finnist þetta vera eðlilegt eða..?
Allavega.. Ég get ALDREI verið í sambandi. Lengsta “samband” sem ég hef verið í í einn mánuður og það er nú frekar MJÖG langt
síðan. Ef ég byrja að dúlla mér með einhverjum strák þá endist það í svona viku- tvær vikur og þá er ég búin að fá nóg. Bara fæ eiginlega ógeð á stráknum. Það má ekki vera einn lítill galli þá fer það ógeðslega í taugarnar á mér og það er sama hvað ég reyni að líta fram hjá því.. það bara gengur ekki. Ég dömpaði einu sinni einum strák út af því að hann gekk í svo ljótri úlpu. Come on.. þetta er ekki heilbrigt. Er það nokkuð?
Þegar ég er ekki með neinum strák þá er ég að deyja mig langar svo til að vera í með einhverjum og svo þegar ég er með einhverjum þá er ég að deyja mig langar svo til að losna undan því. Ég bara get ekki skuldbundið mig svona.. Óþægileg þessi tilhugsun að mega bara vera með einum. Ég er farin að styðja fjölkvæni hér á Íslandi.
Hvað finnst ykkur? Eruð þið líka svona?

tara83
tara83