Ég er að pæla í einu því mér finnst fólk nota sögnina að elska alltof mikið! Mér finnst að elska alveg svakalega stórt orð og ég nota það bara þegar ég meina það. Þegar þú ELSKAR einhvern þá er það miklu meira heldur en væntumþykja og ég skil ekki af hverju fólk notar þetta orð um hvort annað svona mikið. Kannski búið að vera saman í mánuð og alveg bara ég elska þig. Ég get ekki hugsað mér að nota þetta nema þegar ég veit að ég elska manneskjuna og ég meina þá verður maður búin að vera saman í allavega hálft ár því maður getur ekkert vitað annars hvort maður elskar hinn aðilann. Maður verður að þola allt við manneskjuna, sætta sig við gallana og kostina…
En já finnst ykkur fólk ekki nota ég elska þig of kæruleysislega, bara þið vitið æjj ég elska þig = mér langar að sofa hjá þér…?????
Og hvað finnst ykkur vera að elska kærastann/kærustuna ykkar??