Ég veit ekki alveg hvort þetta umræðuefni passar hérna en ég set það samt hérna :P

Ég vil bara byrja á að segja að ég er stelpa, til að forðast allan misskilning ;) Ég er búin að lenda illa útúr vinasamböndum við stelpur og er þess vegna ekki mikið í því lengur (stelpur eru alltaf með svo mikið drama) Núna á ég alveg 8 strákavini og tala við suma á msn og suma umgengst ég dags daglega.

Svo finnst mér svo pirrandi að ef ég sést með vinum mínum eða tala um þá þurfa allir að spurja hvort við séum ekki saman og þannig. Sumir hafa líka mjög gaman af því að skoða smsin hjá manni og verða alltaf mjög forvitnir um það hvaða strákur þetta er. Sá sem ég tala mest við gegnum sms er frændi minn og góður vinur minn sem býr langt í burtu.

Þetta er farið að fara svo mikið í taugarnar á mér! Ég hef líka heyrt þetta frá fleirum sem eru vinir af sitthvoru kyninu. Af hverju gerir fólk alltaf ráð fyrir því að strákur og stelpa séu saman af því þau eru vinir?