Stundum er lífið svo erfitt: Stundum eru ákvarðirnar svo margar og svo viðamiklar að það er of mikið að þurfa að velja þær. Stundum er betra að bíða, að bakka, að láta bugast og taka engar ákvarðanir. Allir gera það. Og öllum líður illa einhverntíman; stundum er allt rangt, og allt vont, og allt fer á rangan veg.

Enginn er fullkominn, enginn upplifir alla drauma sína, enginn er óbuganlegur, en sterkar sálir berjast, reyna hvað þær gera til að halda áfram, hversu erfitt sem það er. Því fyrr sem maður tekur skrefið því auðveldara er það eftir á.
Og alltaf, alltaf er þú tekur það, þá er það betra, jafnvel þó það virðist hafa áorkað engu, þá vinnur þú þér inn virðingu hjá sjálfum þér, þó það sé hjá engum öðrum. Mundu þetta og lifðu góðu lífu, þú ert góð sál.
True blindness is not wanting to see.