Ég er að verða 22 í nóvember og er í mínu fyrsta sambandi, ég var aldrei að leita eftir neinu og hafði aldrei gert neitt heldur.
Við vorum bæði að leika okkur á einkamál og fundum hvort annað við erum ástfangin. Eftir einungis 1 1/2 mánaða samband, ég kann þetta varla og er enn að læra :)

Það sem ég er að pæla í er það eðlilegt að maður missi nánast alla vini sína þegar maður byrjar með strák, þær virðast ekki þola hann og sérstaklega 2 þeirra virðast abbó (við erum 4 bestu vinkonur) ég og ein af þeim byrjuðum með strák á sama tíma, þær virðast alveg þola hann og eru nice við hann en hunsa eiginlega kærastann minn, gæti það verið aldursmunurinn, kærastinn minn er 4 árum eldri en við en kærastinn hennar er jafngamall okkur. Þær eru hættar að tala við mig (við hittumst á hverjum einasta degi) og núna hittumst við bara einu sinni í viku, og það er orðið þrúgandi að vera í kringum þær þannig að ég vel frekar kærastan minn en þær, er ég að gera rangt eða þær?
Að vera eða ekki vera?…. Er það virkilega spurningin?