Þannig er mál við vexti að ég var í skálaferð með bekkjarfélugum mínum fyrir stuttu. Í bekknum mínum er stelpa sem ég er alveg rosalega hrifinn af og hún er geðveikt fyndin, skemmtileg og líka falleg.

Við vorum þarna nokkur í skálanum og þar var rosa gaman og allir í stuði. Stelpan sem ég er hrifinn af var eitthvað að skoða gestabókina og ég settist við hliðina á henni og skoðaði með henni og við hlógum eitthvað af þessu og svona. Síðan fórum við í borðtennis og það var geðveikt gaman, við fórum líka eitthvað í fótboltaspil. Í ferðinni þá held ég að ég hafi náð einhverju augnsambandi en er ekki viss. Síðan brosti ég til hennar og hún til baka… held ég allavegana :S . Við töluðum eitthvað pínu saman en ekkert mikið.

Málið er að ég hef bara ekki hugmynd hvort hún sé hrifin af mér. Hún er bara alveg geðveikt skemmtileg og falleg, og að ég held… algjörlega out of my league. Ég er alltof feiminn til að tala við hana eitthvað one on one og alltof feimin til að spurja hana um msn eða símanúmer… hvað þá að “hössla” eitthvað :S . Ég nú enginn algjör lúser eða ljótur en ekkert voða konfident.

Ég er hálfhræddur við afneitun frá henni. Er eitthvað hægt í svona aðstæðum eða er þetta alveg vonlaust fyrir mig?