Ég og kærasti minn fyrrverandi hættum saman fyrir soldið síðan..

Fyrsta mánuðinn var það náttúrulegast efiðast, ég grét og grét og grét eins og vitleysingur allan daginn, dreymdi hann á nánast hverri nóttu og svoleiðis..

Svo næsta mánuðinn varð það þetta auðvelldara, og tók að breytast út í þvílíkann hatur og ég þoldi hann ekki, einhvernvegin hataði hvað eg hataði hann mikið,

Næsta mánuð vorum við you know ‘sátt’ og hittumst af og til (í gegnum vin minn þá) og þá fór þetta sona up and down, suma dagana var ég smá hrifin af honum aftur og aðra ekki,

Svo næsta mánuð vorum við bara vinir, hittumst enn oftar og vorum bara já góðir vinir og ég héllt ég væri bara alveg komin yfir hann,

Svo núna.. þennan mánuð hefur þetta verið þannig að mér finst ég ekki vera alveg komin yfir hann, oft þegar ég lygg uppí rúmi fer ég að hugsa um hann, einhvað sem við gerðum, einhvað sem ég vildi við hefðum gert, afhverju við hættum saman ? (því hvorugt okkar veit það), þetta og hitt og fer alltaf af og til að hugsa um hann, sakna hans og svoleiðis..

ég spyr, kemst ég einhvern tímann alveg alveg 100% yfir hann ?.. Þótt núna sé ég alveg komin yfir hann, eða sona 97% og ég er ekkert ástfangin af honum lengur… bara einhver hluti af mér sem getur ekki hætt að hugsa af og til um hann ?.. Ég veit vel að þegar maður er í algjöri ástarsorg líður manni eins og maður muni aldrei komast yfir hann en á endanum gerir maður það en þetta er ekki þannig.. alls ekki ég er ekki ástfangin af honum lengur og ekki í ástarsorg.. bara einhvernvegin smá hluti af mér sem getur ekki slept takinu alveg..