Ég var að komast að því að ég er hugsanlega hrifinn af góðri vinkonu minni, það var ekkert plan uppi um það, ég er búinn að þekja hana nú í nokkur ár og fattaði það bara nú fyrst um daginn… Það vildi þannig til að ég og nokkrir aðrir fórum heim til hennar og hún var að koma úr sturtu, ég hafði aldrei áður litið á þessa stelpu sem nokkurskonar kynveru, en þegar að hún kom úr sturtu með rakt ógreitt úfið hárið tók ég fyrst eftir því hvað þessu manneskja er ótrúlega kynþokkafull! Vandamálið er samt auðvitað það að við erum öll rosalega náin og hittumst oft. Setjum sem svo að við myndum hætta saman, myndi það auðvitað setja spennu í loftið og vandræðaleg augnablik hér og þar. Yrði það góðrar vináttu virði að fá eitthvað smá skot, þegar að þessi stelpa er mér svo kær bæði sem vinur og trúnaðarfélagi? Mér þykir endalaust vænt um þessa manneskju og myndi hata sjálfann mig ef henni færi að líða illa innan um sína vini vegna mín. Er þetta þess virði, eða er einhver önnur sem bíður mín? <br><br>I wanna fly and never come down