Byrjum á byrjuninni…

Mér var sagt upp um daginn, ég viðurkenni það að ég hélt framhjá honum og sé mjög eftir því. Fyrst þá varð hann sár en vildi halda áfram með sambandið af því að hann elskaði mig… þetta var mjög sársaukafullt tímabil fyrir okkur bæði. Síðan ákváðum við (aðalega hann samt) að taka hlé yfir sumarið… Það gekk bara vel. Við hittumst einusinni, (ég er að vinna úti á landi) og gerðum dáldið ljótt ;o) En hvað um það ég heyri ekki í honum í viku (sem ég var í bænum) og geng svo á hann og spyr hvort þetta sé að ganga… þá fékk ég bara uppsögn… Hann hafði aldrei fyrirgefið mér almennilega og bla bla bla….

Ég var auðvitað í rusli, en að ég held óvenju stutt… 1 dag eða svo. Auðvitað var ég leið yfir þessu en sætti mig fljótlega við þetta, plús þá ætluðum við að halda áfram að vera vinir.
En ég veit ekki hvernig þetta vinadæmi á eftir að ganga, ég veit ekki hvort ég get umgengist hann án þess að þrá hann snerta mig og þrá að snerta hann (ein haldin mikilli snertiþörf :) Og síðan er ég farin að finna fyrir því að ég er afbrýðusöm út í alla sem fá að umgangast hann, hitta hann og tala við hann :o( Ég varð meira að segja afbrýðusöm út í stjörnuspána hans, sem lofar mjög góðu í sambandi við rómantík og ástarmál.

HJÁLP!!
Þetta getur ekki verði eðlilegt, eða hvað??

(Andsk… núna er ég sjálf farin að væla hérna, eins og hvað ég þoli ekki fólk sem gerir það)
Delos Crapos