Jæa þannig er mál með vexti að þegar ég byrjaði í nýjum bekk síðasta vetur kynntist ég allveg frábærri stelpu. Við spjölluðum mikið saman og urðum ágætis vinir og varð ég fljótt hrifinn af henni

Svo kom að skíðaferðalginu og vorum við þau einu sem gátu rent sér eitthvað almennilega og eiddum miklum tíma þar saman.

Stuttu seinna var ball og þar fórum við að dúlla okkur aðeins.

En svo varð alldrei neitt meira. Ég er mjög feiminn manneskja með frekar lítið sjálfsálit og hef enga reynslu af sona málum.

Núna í sumar hef ég hugsað mikið um þessa stelpu(þó að ég hitti hana ekkert). og held að ég sé orðinn ástfanginn af henni.

Hvernig get ég sagt henni þetta.

Ég á heldur enga svona “vini” bara fullt af félögum og svona náungum sem ég hangi með í skólanum. ég geri alldrei neitt eftir skóla og á sumrin er bara heima og fer á æfingar.