Jæja já.. ég er nú ekki beint í ástarsorg en allavega, í kvöld þá hætti ég með kærustunni minni. Við erum alveg sátt og þessi ákvörðun var sameiginleg enda hefur áhuginn dofnað síðustu vikuna og líka afþví að ég er að fara flytja í annan landshluta. Við höfum þekkst síðan við vorum í leikskóla og verið góðir vinir alla tíð og stefnum að því að vera það áfram :)

En allavega, þá var ég mjög hrifinn af henni og þykir mjög vænt um hana en veit samt að þetta hefði aldrei gengið og það minnkaði áhugann mikið en samt, nú þegar við erum hætt saman líður mér eins og ég sé eitthvað svo tómur og að þetta öryggi..að vita að einhverri annarri manneskju þyki jafn vænt um sig og manni þykir um hana er farið. Það er mjög óþægilegt og já.. ég veit ekki hver tilgangurinn var með þessu en allavega.. langaði bara að segja hvernig mér líður þar sem að það er enginn á msn til að hlusta á sorgir mínar ^^