Er að klikkast… Er orðin 19 ára, hef aldrei verið í sambandi, er oft að panikka yfir því…Er samt ekta svona sambandstýpa, strákar bara virðast ekki vilja neitt með mig hafa yfirleitt, eða þá að það stendur eitthvað í vegi fyrir að eitthvað alvarlegt geti gerst… Finnst ég alltof gömul, er eitthvað að mér?
Foreldrar mínir eru oft að spyrja mig hvort ég eigi einhvern kærasta og það pirrar mig bara, því að það minnir mig bara ennþá meira á það að ég á engan!
Vil bara öðlast smá reynslu í samböndum, þarf ekkert að vera eitthvað voða ástfangin strax, bara að prófa samband :/
Vinkona mín er alltaf að segja mér að þetta komi, ég eigi að njóta þess að vera á lausu meðan ég er það, en málið er að ég hef verið á lausu allt mitt líf og ég vil breyta til! Veit samt alveg að þegar maður er ekki að leita þá finnur maður ekkert…
Æj fuck it, sorry ég þarf bara að fá útrás… Mér finnst bara að fólk sé alltaf að pressa á mig að finna einhvern karl og það fer í mig, hef nægar áhyggjur af þessu fyrir!
Ég finn til, þess vegna er ég