Ég er með strák og vá, ég hef aldrei verið jafn ástfangin af strák ég bara bókstaflega sé ekki sólina fyrir honum.

Nema hvað eftir einhvern tíma hefur allt gengið vel og mér liðið notarlega og frekar áhygjulaus með honum. Svo núna allt í einu er ég orðin svo óskaplega óskaplega hrædd um að missa hann :S, er hrædd um að hann fari að hætta með mér! Hann segist enþá elska mig og allt eins og áður en mer er farið að finnast að ég sé ekki nógu flott fyrir hann og farin að hafa þvílíkar áhygjur af því að hann hætti með mér..

Á meðan ég verð hrifnari af honum með hverjum deginum og fæ enþá fiðring í magan ef hann rétt fer að leiða mig eða strýkur yfir á mér bakið, mér virkilega finnst óþægilegt að vera sona ástfangin..ég bara langar að fara að gráta að hugsa um að einn daginn gæti hann verið ekki í lífi mínu.

Það er ekki endalaust gott að vera sona mikið ástfanginn, maður fer að hafa svo miklar áhygjur og getur ekki hugsað um neitt annað, en hann !


Afsakið allar stafsettningarvillur þetta var allt gert í flýti.. og ég er ekkert allt of vandvirk :S