Ég á við vandamál að stríða. Þannig standa málin að ég er hrifinn af stelpu sem ég kynntist í gegnum vinnu í júní. Ég er alls ekki reyndur í svona málum, þannig að … ;)
Ég man eftir því þegar hún kom inn í búðina þegar ég sá hana fyrst. Ég missti mátt í löppunum og varð að setjast.
Daginn eftir kom hún aftur og ég ætlaði að fara að biðja hana um númerið og reyna við hana, en hún kom þá til að sækja um vinnu. Þannig að ég geymdi það aðeins.
Ég, með mín sambönd í vinnunni, náði að redda henni vinnunni.
Þetta þróaðist þannig að við urðum mjög góðir vinir með tímanum og í dag líða ekki 6 klst án þess að við heyrumst.

Ég ákvað að segja henni að ég væri hrifinn af henni, og gerði það með ákveðni prýði. Hún var nýhætt með strák sem hún var með í nokkur ár (án þess að nokkuð gerðist).
Eins og kom fram, þá sagði ég henni að ég væri hrifinn af henni. Ég fékk ekki bestu viðbrögð í heimi og niðurstaðan var sú að “við” ákváðum að vera vinir. Ég sagði henni að ég gæti samt ekki hætt að vera hrifinn af henni einn, tveir og þrír, en myndi samt reyna mitt besta við það.
Eftir þetta fór hún að hitta annan strák (sem var ekkert stórt, þau eru hætt að hittast.)

Núna er ég nánast pottþéttur á því að ég er ástfanginn af henni. Við deilum sömu áhugamálum og við eigum mjög margt sameiginlegt og mér hefur aldrei liðið svona útaf nokkurri stelpu.

Ég er að plana að segja henni alla söguna og segja henni að ég sé ástfanginn af henni og segja henni nákvæmlega hvernig mér líður.

Veit að þetta virkar eigingjarnt, en hvernig get ég gert hana hrifna af mér þannig að það gæti orðið samband? Er einhver lausn. Þetta er PAIN tilfinning og ég á erfitt með svefn útaf þessu.

Þess má geta að ég er ’88 og hún ’89.