Ég er og þessi strákur erum búin að vera saman í 3 vikur, ég veit ekkert rosalega mikið en samt hafa þessar 3 vikur verið alveg yndislegar =).

Það er bara eitt að bögga mig, hann á náttúrulega sína fyrrverandi… við eigum öll okkar fyrrverandi en hans er enþá alveg ástfagin af honum. (Ég hef heyrt af vinum hans að hann hati hana núna, hvers vegna veit ég ekki)

Hún hefur alveg hringt í hann þegar við erum saman en hann bara svarar ekki í símann, og svo í fyrrakvöld lágum við bara að kúra uppí rúmi svo fær hann sms… hann kíkir á sms-ið og segir upphátt “Hrabba” þá hafði hans fyrverandi verið að senda honum sms, svo fékk ég að kíkja á sms-ið og þá stóð bara í því hvað hún saknar hans ótrúlega mikið og elskar hann enþá mikið og einhvað svoleiðis og ég veit ekki.. finnst það eitthvað svo óþægilegt, en ég er að spá, hef ég ástæðu til að hafa áhygjur eða er þetta bara óþarfa áhygjur í mér?


Afsakið allar villur og ef það skiptir máli þá erum við bæði 19ára og höfum þekkst frekar lengi.