Ég er nýbyrjaður í sambandi með stelpu, stelpu sem ég dýrka og elska rosalega mikið, við erum búin að þekkjast í 2 mánuði. Við Búum frekar langt frá hvoru öðru og hittumst því ekki oft.

Hún virðist ekki vilja segja mér marga hluti um sjálfa sig, frekar persónulega hluti, en samt, ekki það persónulega að maður fer ekki að segja kærastanum sínum frá því. Einnig þegar ég er að tala við hana í símanum þá virðist hún ekki vilja tala við mig í kringum annað fólk, segjir bara “hey ég tala við þig seinna ok?” og þessháttar þegar eitthvað fólk er í kringum hana. Ég er búinn að segja henni að mér fynnst þetta frekar sárt, að hún þurfi að skella á mig þegar mikið af fólki er í kringum hana [vinir til dæmis], samt einhvernveginn fynst mér eins og hún haldi því áfram.

Er þetta samband eitthvað svona, alvöru, ég hef verið að velta því fyrir mér…þessi stelpa er allveg gyðja í mínum augum og vill alls ekki missa hana úr höndum mér, er ég að verða eitthvað paraniod? eða er þetta eðlilegt? =