Já, þannig er mál með vexti að ég byrjaði með stelpu fyrir alls ekki svo löngu. Búin að vera saman í einhverjar tvær vikur.

Ég geri mér alveg fulla grein fyrir því að tvær vikur eru ekki neitt, en ég er bara algjörlega crazy í þessa stelpu. En fyrstu vikuna vorum við einsog gefur að skilja óaðskiljanleg. Núna síðustu 5 daga eða svo hefur hún verið eitthvað skrýtin.

Við vinnum saman og þar virðist hún vera hrifin af mér, erum oft utan í hvort öðru og þess háttar.
En utan vinnu virðist hún ekki hafa áhuga á að hitta mig.
Kannski er ég bara full smámunasamur og paranoid, I don know, en hún virðist alltaf hafa einhverjar afsakanir og fer alltaf eitthvað annað í staðinn fyrir að hitta mig sem fer alveg hrikalega í mig þar sem ég virðist ekki fá nóg af henni. Vill alltaf vera með henni, í kringum hana og það virðist ekki virka í báðar áttir.
Hún virðist vera að spila eitthvað hot&cold (ég veit ekki einu sinni hvað það er).

Er ég kannski bara smámunasamur og kjáninn í sambandinu af því að ég vill hitta hana of oft?
Eða er hún einhverra hluta vegna búin að missa áhugann og er að reyna að enda sambandið á þennan hátt þar sem við vinnum saman?

Einn verulega ruglaður.