Hafiði einhverntíman lent í því að vita ekki almennilega hvort maður sé hrifinn af ákveðinni manneskju?
Ég á nefnilega vinkonu sem ég hef þekkt mjög lengi en aldrei í rauninni verið hrifinn af. Svo, alltíeinu um daginn, fór ég að hugsa endalaust um hana og langaði til þess að vera í kringum hana og tala við hana allan daginn.
Þessu fylgdi ekki þessi venjulega magatilfinning sem ég tengi við hrifningu, en samt byrja ég oft að hugsa um hana upp úr þurru og geri það mjög mikið.
Ég er svona eiginlega á báðum áttum, mér finnst þessi vinkona mín mjög aðlaðandi og skemmtileg, en ég bara get ekki gert upp við mig hvort ég beri í raun tilfinningar til hennar.
Hefur einhver lent í einhverju svipuðu?
For those about to rock I salute you!