Hafið þið lennt í því að þegar þið hefjið samband, þá missið þið um leið vini ykkar?

Fyrir einu og hálfu ári síðan byrjaði ég með frábærum strák. Ég átti mjög góðar vinkonur áður og líka vini. Fyrst var allt voða gaman, við vorum alltaf öll saman að gera e-ð skemmtilegt, en síðan svona hálfu ári seinna, þá fór þetta smám saman að deyja út. Semsagt samband mitt við vini mína. Ég gerði allt sem ég gat til að vera áfram með þeim, en það var eins og þeim finndist ég eyða öllum mínum tíma með kærastanum. Ég átti í mestu vandræðum með að ‘skipta mér jafnt á milli þeirra’!

Svo kom það upp að ég fór að búa heima hjá honum, og mér fannst ekkert að því, ég gerði vinum mínu grein fyrir því að þetta yrði ekkert öðruvísi en þegar ég var heima hjá mér. Ef þau vildu heimsækja mig, þá yrðu þau bara að gera það heima hjá honum. En enn og aftur fannst þeim eins og ég væri að snúa baki í þau, og BARA vera með honum.

Enn þann dag í dag, bý ég heima hjá kærastanum, og síðan ég flutti hingað, hef ég fengið innan við 10 heimsóknir frá vinum mínum í allt. Núna er þetta bara eins og við höfum aldrei verið góðir vinir. Bara ágætis kunningjar. Ég reyndi á tímabili að senda sms og hringja að fyrra bragði, en svo hætti ég að nenna að standa í því þegar ég sá að það var ALLTAF ég sem gerði það.

Stöku sinnum höfum við farið e-ð út, en yfirleitt er stemmarinn ekki góður. Ég hef reynt að leggja mig alla fram við að halda sambandi við þau, en samt sem áður virðist vera sem það sé ekki áhugi fyrir því.

Er þetta algengt? Ég er allavega alveg sama stelpan og ég var áður en ég eignaðist kærasta, þannig að það er ekki hægt að skýla sér á bakvið það að ég sé e-ð leiðinleg…

Allt hringsnýst í hausnum á mér, og ég velti þessu fyrir mér daglega. Fer í gegnum allt, hvað gæti verið að ég hafi gert þeim osfv. Ég er frekar einmanna þegar ég er ekki með kærastanum, en sé samt sem áður alls ekki eftir því að hafa kynnst þessum strák. Aldrei.

úff þetta var langt…
“Imagination is the only weapon in the war against reality.”