Ég er í smá vandræðum núna.
Það er strákur sem er ári eldri en ég og ég er ótrúlega hrifin af. Hann býr í öðru bæjarfélagi en ég en ég fékk msnið hjá honum og við byrjuðum að spjalla.
Mér líkar rosalega vel við hann og hann m.a. vaknaði klukkan hálf átta bara til að horfa á mig keppa. Fyrir stuttu spurði hann hvort ég væri hrifin af honum og ég sagði einfaldlega já (því ég hef engu sérstöku að tapa).
Hann sagði að hann væri hrifin af mér og ég varð rosalega hissa. Við erum bæði oft upptekin og hann sagðist ætla að mæta á æfingu hjá mér en komst svo ekki.
En núna var hann að segja mér daldið hræðilegt. Hann verður upp í sveit í allt sumar og hann er ekki einu sinni viss um að það sé símasamband þar.
Allar vinkonur mínar eru að segja mér að reyna bara að halda áfram og finna mér einhvern annan í sumar en ég er ekki viss. Ég er enn rosalega hrifin af honum en ég veit ekki hvort ég er nógu hrifin af honum til að vera nunna í allt sumar.
Ég er í rosalegri klemmu og vantar góð ráð.