Halló!
Ég hef þekkt einn strák nokkuð lengi og er núna farin að kynnast honum miklu betur sem er gott :)
En síðan var ég að tala við annan vin minn og við förum að tala um ástarmál og svona og þá segir hann mér að þessi strákur sem ég er farin að kynnast betur hafi verið hrifinn af mér allveganna fyrir nokkrum tíma (svona 2-3 mán)
Og þá finn ég alveg fyrir því að ég verð miklu spenntari fyrir honum, hugsa mikið meira um hann. En eina samskiptarleiðin okkar er núna gegnum MSNið sem er frekar ömurlegt en alltaf þegar við tölum saman þar þá er það bara ótrúlega skemmtilegt og hann er geðveikt opinn þar. En já ég verð örugglega að vinna með honum í sumar þannig þá munum við hittast.

Og ef þið hér á huga skiljið þetta þá er spurninging mín : Haldið þið að hann hafi áhuga á mér ennþá ? :)