Þetta las ég fyrir skömmu og mér fannst þetta áhugavert þannig að ég ákvað að segja ykkur frá þessu. Þetta er fyrir konur sem vilja biðja karla um greiða en samt væri náttúrulega frábært ef það læsu einhverjir strákar þetta og segðu mér hvort þetta stenst eða ekki.

Þegar kona spyr mann um eitthvað eða biður hann um greiða þarf hún að hafa eftirfarandi í huga:

1. Hafa spurninguna eins einfalda og hún getur. Ekki buna út úr þér fullt af staðreyndum og afsökunum heldur segðu bara hvað þú meinar, helst í einni settningu.
Rétt spurning: Viltu taka með þér peysuna mína þegar þú kemur?
Röng spurning: Ég gleymdi peysunni minni hjá þér í fyrradag, mannstu það ekki? Það er svo kallt hérna og ég þarf hana virkilega svo geturðu komið með hana?
Þegar þú spyrð mann um greiða býst hann við því að þú hafir gilda ástæðu fyrir því og þú þarft þessvegna ekki að útskýra það fyrir honum. Hann treystir þér jú.

2. Alltaf segja viltu en aldrei geturðu. Konur sjá kannski ekki muninn á þessu en karlar gera það víst. Þeim finnst eins og það sé tekið lítið tillit til sín og það sé gert ráð fyrir því að þeir verði að gera það ef þeir geta.

Dæmi fyrir konur (sem mér finnst mjög gott og auðskyljanlegt): Kona og maður standa út á engi á mánaskyni. Það er örlítil gola sem strýkur hárið frá andlitum þeirra og yfir þeim skína stjörnunar. Maðurinn, sem er hávaxinn og glæsilegur, krýpur á hné og spyr mjúkri röddu: “Geturðu gifts mér?”

Tókuð þið eftir því hvernig allt það rómantíska við aðstæðurnar hvarf eins og dögg fyrir sólu? Fyrst þegar ég las þetta brá mér helling og ég hugsaði “Guð, nú er þetta ónýtt, hvernig datt honum í hug að segja þetta?” Þannig á körlum víst að líða. Kannski ekki svona ýkt en allvega eitthvað í þá áttina. Það gæti verið að þeir geri hlutinn hvort sem er en ef þú segir -viltu gerir hann það frekar með bros á vör.

3. Taka því vel ef hann segir neitar. Bara segja –allt í lagi, ég geri það, og þá finnst honum hann ekki neyddur til að segja já. Ef hann er ekki neyddur til að segja já segir hann frekar já.

4. Þakka alltaf vel fyrir. Ef hann skilur að þú ert þakklát og að hann gerði gagn hjálpar er hann líklegri til að svara –já næst. Þetta þýðir samt ekki að þú þurfir að láta eins og heimurinn sé fullkominn af því hann rétti þér bókina þína. Bara brosa og segja takk.

Ég vona að þetta hjálpi!

Ég vil taka það fram að þetta er allt úr Karlar eru frá Mars og konur eru frá Venus. Mér fannst þetta bara gáfulegt og langaði að láta fólk vita af þessu. Ef þið eruð ósammála strákar endilega látið mig vita, ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé rétt.
Born to talk - forced to work