Það er svona að ég er búin að vera að “dúlla” mér með strák eins og það er kallað. Köllum hann bara Magnús. Magnús er svona strákur sem ég tók ekkert sérstaklega eftir í skólanum neitt, en svo fór ég að kynnast honum og komst að því að við erum bara mjög mjög lík :) Og fyrst eins og oft áður vorum við bara vinir og það var alltaf að þróast áfram.. Og nú eru allir að spurja hvort við séum saman og ég svona veit ekki alveg hvað ég á að segja, því ég vil vera með honum en mig langar ekki að segja við hann “hvað erum við saman eða?” Svo er það það hvað það er ótrúlega erfitt að draga hann út.. Og ég vil að hann kynnist vinum mínum en hann er svona frekar feiminn :S En hann er bara svo frábær - öll þessi smáu atriði sem öllum finnst svo frábær já hann gerir þau öll ef þið skiljið mig =D

Svo er það það að ég er 14 og hann 16, hann er semsagt að fara að hætta í skólanum núna - verður það eitthvað vandamál? Ég er svo hrædd um að missa sambandið við hann :S