Ég er stelpa sem á í smá vandræðum með vin minn. Vissi ekki hvar ég ætti annars að setja þetta.

Ég og þessi strákur erum búin að vera vinir ansi lengi og hann er einn besti vinur minn. Ég á í smá vandræðum í skóla varðandi félagskapinn og er að skipta um skóla á næsta ári. Í gegnum þessi vandræði þá hefur hann alltaf hlustað og hann skilur mig af því að hann á í sömu vandræðum. Við höfum sama tónlistarsmekk og getum talað endalaust saman.
En fyrir u.þ.b. viku síðan þá var ég dálítið pirruð út af skólanum og var eitthvað að tala við hann. Ég veit ekki alveg hvað ég sagði eða gerði en núna vill hann ekki tala við mig.
Hann hefur blockað mig á msn og forðast mig eins og hann getur. Jafnvel þegar ég reyni að tala við hann þá fer hann bara í burtu eða byrjar að tala við einhvern annan.

Ég er svo hrædd um það að við hættum alveg að verða vinir og ég vil það ekki.
Ég vil ekki missa hann sem vin en hvað á ég eiginlega að gera?