Hæhæ
Um daginn hitti ég strák sem er mjög skemmtilegur og góður (vinur vinkonu minnar). Eftir það höfum við haldið samband, sms-ast, talað á msn og líka talað smá saman í síma. Hann hefur sagt að honum langi til að kynnast mér meira og það er gagnkvæmt, því að mér líst mjög vel á hann.
En þetta er samt ekki það sem ég vil tala um. Málið er það að ég er svo hrædd um að þetta eigi eftir að mistakast! Eftir fyrsta skiptið sem ég hitti hann var ég viss um að hann hefði ekki áhuga, að hann myndi aldrei tala við mig aftur. Ég er alltaf svona. Í fyrra hitti ég góðan og skemmtilegan strák, við vorum næstum því byrjuð saman en á meðan á því stóð var ég alltaf svo hrædd um að það myndi klúðrast, var alltaf í panikki. Svo fór sem fór, og þá varð ég ennþá varkárri og áhyggjufullari um stráka.
Ég líka les svo mikið út úr öllu. Sem dæmi þá get ég nefnt að ég talaði aðeins við strákinn á msn í gær, við spjölluðum aðeins en svo svaraði hann ekkert, auðvitað gat verið að hann hefði skroppið eitthvað eða væri upptekinn, en þá varð ég samt viss um að hann væri búinn að missa áhugann.
Ég hef aldrei verið í sambandi, ekki það að ég hafi ekki áhuga á því; ég er ekta svona sambandstýpa. Ég hef bara ekki hitt rétta strákinn. En þessi strákur lofar mjög góðu og ég vil ekki klúðra þessu.
Ég er samt farin að halda: Gæti verið að þetta sé einhver ótti við skuldbindingu? Ég veit að þetta er einhver hræðsla, en við hvað? Það er samt hæpið að þetta sé hræðsla við að skuldbinda mig fyrst að ég hef alltaf viljað það, er það ekki? Vá kannski meikar þetta sem ég er að segja ekkert sens. En þetta er eitthvað óöryggi allavega.
En ég vil fá ykkar ráð; hvað get ég gert til að hætta þessum áhyggjum og vera róleg í sambandi við þetta allt saman?

Takk fyrir,
kveðja
friend
Ég finn til, þess vegna er ég